top of page
Ellen Sif Sævarsdóttir
Sálfræðingur, cand. psych.

Ellen útskrifaðist árið 2015 frá Háskóla Íslands með cand.psych gráðu á barnasálfræðilínu.

Ellen var í starfsþjálfun á Þroska- og hegðunarstöð og hlaut þar góða þjálfun í þjónustu við börn sem glíma við frávik eða aðra erfiðleika í þroska, hegðun eða líðan. Hún hélt nokkur námskeið þar fyrir börn með ADHD, á meðan og eftir að starfsþjálfun lauk. Ellen hlaut einnig átta mánaða þjálfun hjá Sálfræðiráðgjöf háskólanema.

Frá nóvember 2015 hefur hún verið sálfræðingur á Kvíðameðferðarstöðinni og svo Litlu Kvíðameðferðarstöðinni þar sem hún hefur sinnt greiningu og meðferð barna og ungmenna. Hún hefur haldið námskeið fyrir aðstandendur barna og ungmenna með kvíða, námskeið fyrir ungmenni með félagskvíða og er í meðferðarteymi Litlu KMS fyrir ungmenni með þráhyggjuárátturöskun (OCD) og meðferðarteymi fyrir börn og ungmenni með áfallastreituröskun (PTSD). Hún hefur einnig haldið fyrirlestra um kvíða og áföll barna og ungmenna fyrir ungmenni, kennara og foreldra. Einnig sinnir hún einstaklings- og hóphandleiðslu fyrir aðra sálfræðinga og sálfræðinema.

Áhugasvið í meðferð eru áfallastreituröskun, áráttu- og þráhyggjuröskun (OCD), almenn kvíðaröskun og ADHD.

Meðferðarnálgun:        

Hugræn atferlismeðferð HAM

EMDR meðferð og hugræn úrvinnslumeðferð við áföllum

Menntun:

2015  Klínísk barna- og unglingasálfræði, cand. psych. Háskóli Íslands. Lokaverkefni: Greining á tilvísunum í bráðaþjónustu BUGL.

2013 BS í Sálfræði. Háskóli Íslands. Lokaverkefni: Samsláttur félagsfælni og kannabishæðis, áhættuþættir og afdrif.

2010 Stúdentspróf af félagsfræðibraut. Fjölbrautaskólinn við Ármúla.

 

Starfsreynsla: 

2016 - Litla Kvíðameðferðarstöðin.

 

2015 -2016 Kvíðameðferðarstöðin, barna- og unglingaþjónusta.

2015 - Framhald á rannsóknarvinnu vegna lokaverkefnis undir handleiðslu Dr. Bertrands Lauth, greining á tilvísunum í bráðaþjónustu BUGL.

2014 -2015 Leiðbeinandi á snillinganámskeiðum á Þroska- og hegðunarstöð.

2013 – 2015 Embætti landlæknis, áhrifaþættir heilbrigðis.

2010 – Liðveitandi, persónulegur ráðgjafi, stuðningsforeldri og fósturforeldri.

Félagsþjónusta Kópavogs og Hafnarfjarðarbær.

1998 – 2005 og 2010 – 2012 Leiðbeinandi og stjórnandi. Sumarbúðirnar Ævintýraland.

Námskeið og endurmenntun:

Ellen sækir reglulega áfallahandleiðslu hjá Sigríði Karen Bárudóttur, sérfræðingi í klínískri sálfræði og réttarsálfræði sem og handleiðslu hjá Dr. Eric A Storch sem sérhæfir sig í meðferð barna, unglinga og fullorðinna með þráhyggjuárátturöskun (OCD) og kvíðaraskana.

Áður hefur hún sótt handleiðslu m.a. hjá Dr. Robert Freidberg, Dr. Melisa Robichaud og Dr. Samuel Hubley.

 

2024 - Námskeið í EMDR áfallameðferð, (ART of EMDR) - Roger M. Solomon, Ph.D. og The Theory of Structural Dissociation of the Personality – using EMDR therapy and “Parts” work in the treatment of Complex Trauma - Roger M. Solomon, Ph.D (20 klst).

2024 Vinnustofa fyrir handleiðara (3,5 klst). A Brief Introduction to CBT Supervision með  Dr. Helen Kennerley, University of Oxford, OCTC (Oxford Cognitive Therapy Centre).

2024 Áföll og endurhæfing. Ráðstefna (3,5 klst) á vegum Félags sjúkraþjálfara fyrir heilbrigðisstarfsfólk sem vinnur með fólki með sögu um um áföll.

2023 Complex Trauma and Dissociation: Effectively Treating “Parts” námskeið um flókin áföll og hugrof með Kathleen Martin.

2023 Vinnustofa (6 klst) í hugrænni atferlismeðferð við dauðakvíða og sértækrar fælni við uppköst með Dr. David Veale. 

2023 The Theory of Structural Dissociation of the Personality – using EMDR therapy and “Parts” work in the treatment of Complex Trauma. Námskeið (8 klst) með Roger M. Solomon, Ph.D

 

2021 Skimun og frumgreining einhverfurófsraskana með áherslu á notkun CARS-2-SF á vegum Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins

 

2021 „Dinner and a movie“ námskeið um Complex Trauma með Roger Solomon, Ph.D. 6 endurmenntunarstundir

 

2019 Námskeið í notkun EMDR áfallameðferðar fyrir börn og unglinga. The Child and Adolescent EMDR training. - Renée Beer, EMDR Europe Child and Adolescent Trainer.

2019 EMDR Level 2 námskeið (EMDR basic training) - Roger M. Solomon, Ph.D.

2018 EMDR Level 1 námskeið (EMDR basic training) - Roger M. Solomon, Ph.D.

 

2018 Hugræn atferlismeðferð við almennri kvíðaröskun (CBT for GAD: Conceptualization and Treatment Using Intolerance of Uncertainty as the Theme of Threat) - Dr. Melisa Robichaud. Endurmenntun Háskóla Íslands.

2018 Vinnustofa Fræðslunefndar Sálfræðingafélags Íslands um greiningu ADHD hjá börnum.

2017/2018 Þjálfun í beitingu 4-daga Bergen þráhyggju- áráttumeðferðarinnar.

 

2017 Evrópuráðstefna um Hugræna Atferlismeðferð.

2017 Leiðbeinendanámskeið fyrir Uppeldi barna með ADHD.

2017 Hugræn meðferð við þunglyndi – Dan Strunk. Sálfræðingafélag Íslands

 

2016 Réttindanámskeið fyrir ADIS greiningarviðtal.

 

2016 Siðareglunámskeið Sálfræðingafélags Íslands, alls 10 klst.

2015 Réttindanámskeið fyrir K-SADS greiningarviðtal með Bertrand Lauth og Páli Magnússyni.

2015 Leiðbeinandaréttindi fyrir Snillingana.

2014 Leiðbeinandaréttindi fyrir námskeiðið Uppeldi sem virkar.

2014 Klókir litlir krakkar námskeið fyrir foreldra.

2014 Námskeið fyrir foreldra barna með ADHD.

 

Þjálfun

2015 Fjögurra mánaða starfsþjálfun hjá Þroska- og hegðunarstöð.

 

2014 - 2015 Átta mánaða þjálfun hjá Sálfræðiráðgjöf háskólans.

litlakms-2447.jpg
bottom of page