Lilja V. Segler Guðbjörnsdóttir
Sálfræðingur
Lilja útskrifaðist úr meistaranámi í klínískri sálfræði við Háskóla Íslands í júní 2022. Helstu áhugasvið í meðferð eru þráhyggjuárátturöskun (OCD), áfallastreita, félagsfælni og annar hegðunar- og tilfinningavandi.
Lilja hefur verið í þjálfun á Díalektískri atferlismeðferð (DAM) frá 2021 undir handleiðslu Ingu Wessman og er í DAM-teymi Litlu KMS. Einnig er hún í meðferðarteymi Litlu KMS fyrir börn og ungmenni með þráhyggjuárátturöskun (OCD) og meðferðarteymi fyrir börn og ungmenni með áfallastreituröskun (PTSD).
Meðferðarnálgun
Hugræn atferlismeðferð
Díalektísk atferlismeðferð
EMDR áfallameðferð
Atferlisþjálfun
Menntun
2022: M.Sc. gráða í klínískri barnasálfræði, Háskóli Íslands. Lokaverkefni: Samræmi foreldra, ungmenna og upplýsingaaðila í mati á geðrænum vanda ungmenna
2020: B.Sc. gráða í sálfræði, Háskóli Íslands. Lokaverkefni: Stærðfræðikunnátta barna við upphaf grunnskóla: Mat kennara og foreldra samanborið við staðlað kunnáttupróf
2014: Stúdentspróf, Fjölbrautaskóli Suðurlands
Starfreynsla
2022 – : Sálfræðingur á Litlu Kvíðameðferðarstöðinni
2022: Leiðbeinandi á sumarnámskeiði fyrir börn með áráttu- og þráhyggjuröskun
2022: Aðstoðarkennari við Háskóla Íslands
2021-2022: Starfsnám hjá Litlu Kvíðameðferðarstöðinni
2021-2022: Starfsnám hjá Sálfræðiráðgjöf háskólanema
2021: Starfsmaður á þjónustukjarna fyrir geðfatlaða
2020: Sérkennari á leikskólanum Vinagerði
2019-2020: Leiðbeinandi á leikskólanum Vinagerði
Námskeið og endurmenntun
2024: ART of EMDR - Námskeið í EMDR áfallameðferð hjá Roger M. Solomon, Ph.D.
2024: The Theory of Structural Dissociation of the Personality – using EMDR therapy and “Parts” work in the treatment of Complex Trauma hjá Roger M. Solomon, Ph.D
2024: Námskeið í EMDR áfallameðferð, level 2 (EMDR basic training) hjá Roger M. Solomon, Ph.D.
2024: Námskeið í EMDR áfallameðferð, level 1 (EMDR basic training) hjá Roger M. Solomon, Ph.D.
2024: Námskeið í ASSYST áfallameðferð - Humanitarian Emergency ASSYST Response Training (HEART) hjá Dr. Ingacio Jarero
2024: Vinnustofa - Svefnerfiðleikar barna: Eðli, mat og íhlutun
2022: Þjálfun fyrir sumarnámskeið fyrir börn með áráttu- og þráhyggjuröskunar, á vegum Geðheilsumiðstöðvar barna
2022: Leiðbeinandaréttindi fyrir SOS foreldranámskeið
2021: K-SADS námskeið hjá Bertrand Lauth og Páli Magnússyni