top of page
Rúna Halldórsdóttir
SálfræðinEMI

Rúna er meistaranemi í klínískri sálfræði við Háskólann Íslands og mun útskrifast vorið 2025 sem sálfræðingur. Hún er hjá okkur í starfsnámi á Litlu Kvíðameðferðarstöðinni þessa önnina ásamt því að veita meðferð í sálfræðiráðgjöf háskólanema við Háskóla Íslands. 

 

Rúna hefur unnið fjölbreytt störf með börnum. Í sumar vann hún sem ráðgjafi í barnaverndarþjónustu Garðabæjar. Áður var hún meðal annars forstöðukona í Garðahrauni sem er frístundaúrræði fyrir fötluð börn og hefur verkstýrt og þróað sumarstarf fyrir fötluð börn og ungmenni í Garðabæ. 

 

Rúna vinnur meistaraverkefni hjá Urði Njarðvík og mun þar taka þátt í rannsókn um tengsl tilfinningastjórnunar og mótþróaþrjóskuröskunar. Verkefnið felur í sér bæði greiningarviðtöl og meðferðarvinnu með börnum og foreldrum. 

 

Áhugasvið í meðferð eru meðal annars kvíða- og lyndisraskanir og tilfinningavandi.

Rúna.jpg
bottom of page